Júdó eykur þol, fimi, styrk og sjálfstraust.
Æfingaflokkar | Æfingatímar |
6-7 ára (f. 2017 – 2018) (1-2 bekkur) |
Mánudaga kl. 14:00-15:00
|
8-10 ára (f. 2014 – 2016) (3-4 bekkur) |
Mánudaga kl. 15:00-16:00
|
11-15 ára (f. 2008 – 2012) |
Mánudaga kl. 16.30-17:30
|
Fullorðnir 16 ára og eldri (f. 2007 og fyrr) |
Mánudaga kl. 18:00-19:30 |
Júdó er góð og ódýr líkamsrækt fyrir öll kyn og alla aldurshópa.
Það er boðið upp á fría prufutíma þar sem öllum er velkomið að koma og prófa.
Þjálfarar Júdódeildar Selfoss
6-10 ára
- Einar Ottó Antonsson, 1. Kyu og íþróttafræðingur, s. 862 2201
11-14 ára
- Heiðrún Fjóla R. Pálsdóttir
15 ára og eldri
- Bergur Pálsson, 2. Dan
- Egill Blöndal, 2. Dan
Æfingar fara fram í íþróttahúsi Sandvíkurskóla á Selfossi (beint á móti Sundhöll Selfoss).
Allar skráningar fara fram í gegnum skráningar- og greiðslukerfið Sportabler.
Veittur er 10% systkinaafsláttur þegar greitt er fyrir barn tvö og fleiri.
Hægt er að greiða með greiðslukorti eða greiðsluseðli í heimabanka viðkomandi. Hægt er að greiða æfingagjaldið allt í einu eða skipta í allt að níu greiðslur.
Ekki er hægt að fá endurgreitt að fullu ef iðkandi hættir á áðurgreiddu tímabili.
Athygli foreldra er vakin á því að hægt er að fá æfingagjöld barna og unglinga að kr. 45.000 endurgreidd hjá Sveitarfélaginu Árborg.
Foreldrar eru alltaf velkomnir með börnum sínum á æfingar.
Þeir sem hyggjast hefja æfingar geta mætt beint á æfingar eða haft samband við þjálfara í síma . Það er alltaf hægt að hefja æfingar. Ekki þarf að bíða eftir hausti eða áramótum
/